/

Deildu:

Auglýsing

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Nú hefurðu þrjár mínútur til að leita að bolta þínum. Ef boltinn hefur ekki fundist innan þriggja mínútna frá því þú eða kylfuberi þinn hófuð leit að honum er boltinn týndur og þú verður að taka fjarlægðarvíti.

Ef boltinn finnst eftir að þriggja mínútna leitartíminn er liðinn telst boltinn samt týndur og þú mátt alls ekki leika honum. Mikilvægt er að kylfingar temji sér að taka tímann þegar leit hefst.

Tilgangur þessarar breytingar er fyrst og fremst að flýta leik. Reynslan sýnir að flestir bolta sem finnast á annað borð finnast innan þriggja mínútna. Þótt týndum boltum muni fjölga eitthvað við breytinguna er talið að leikhraði muni almennt aukast.

Kylfingar ættu almennt að temja sér að leika varabolta ef upphaflegi bolti kann að vera út af eða týndur utan vítasvæðis.

Sjá reglu 18.2

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ