/

Deildu:

Auglýsing

Golfsamband Íslands er farið að huga að keppnisstöðum fyrir Íslandsmótið í golfi árin 2024-2028.

Íslandsmótið fer fram á Vestmannaeyjavelli árið 2022 og á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi árið 2023. 

GSÍ óskar eftir því að þeir golfklúbbar sem hafa áhuga á því að halda Íslandsmótið á fyrrnefndu tímabili sendi formlega umsókn ásamt stuttri lýsingu á hugmyndum klúbbsins um framkvæmd mótsins.

Skila skal inn umsóknum á netfangið motanefnd@golf.is en stjórn GSÍ mun fara yfir umsóknir í byrjun árs 2022.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ