/

Deildu:

Afrekssjóður
Auglýsing

Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs GSÍ er áætlaður 70 milljónir króna á þessu ári og er stuðningur sjóðsins því um 50% af heildarkostnaði afreksstarfs. Í sögulegu samhengi fékk GSÍ hæst 39,4 m.kr. í styrk árið 2023 en árið á eftir var styrkurinn lækkaður um 10 milljónir. Sú lækkun hafði í för með sér að draga þurfti úr umgjörð afreksstarfs GSÍ á meðan þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við voru að auka styrkveitingar í afreksstarf. Það horfir þó til betri tíma en gera má ráð fyrir aukningu á styrk úr afrekssjóði fyrir árið 2026 þar sem fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta verður meira en tvöfaldað. Sjá nánar á stjornarradid.is

Áhugavert er að skoða breytingar á styrkveitingum milli ára hjá nokkrum sérsamböndum. Skíðasambandið, Golfsambandið og Körfuknattleikssambandið fá hlutfallslega mestu aukningu milli ára meðan önnur sérsambönd fá lægri styrk en í fyrra. Þegar tölurnar eru skoðaðar frá árinu 2014 þá vekur athygli að styrkur til Fimleikasambandsins hefur rúmlega tífaldast á síðustu 10 árum. Á sama tíma hefur styrkur til Golfsambandsins sjöfaldast sem gefur til kynna að góður árangur hefur náðst á þessum árum.

 

Afrekssjóður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands úthlutaði styrkjum fyrir árið 2025 til 32 sérsambanda sem nema alls 520 milljónum króna. Upphaf afrekssjóðs ÍSÍ má rekja til ársins 1977 þegar framkvæmdastjórn Íþróttasambands Íslands stofnaði Afrekssjóð. Tilgangur sjóðsins frá upphafi var að styrkja sérsambönd, þar sem hópar eða einstaklingar á þeirra vegum höfðu náð umtalsverðum árangri í ákveðnum alþjóðamótum. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2025 er tæplega 400 m.kr. en framlagið hefur verið óbreytt síðustu ár. Afrekssjóður er einnig fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum frá Íslenskri getspá. Góðu fréttirnar eru að fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta verður stóraukið á næsta ári eftir samþykkt fjárlaga á Alþingi þann 18. nóvember s.l. En þar var samþykkt að veita 637 milljónum til viðbótar til eflingar á afreksíþróttastarfi.

Afstaða núverandi stjórnarflokka til afreksmála er góð samkvæmt frétt á Vísi fyrir áramót:

Samfylkingin vill bæta aðstöðu og efla stuðning við íslenskt afreksíþróttafólk í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sérsambönd þess. Mikilvægt er að gera afreksíþróttafólki á Íslandi kleift að stunda íþrótt sína án þess að fara á mis við þau félagslegu réttindi sem launafólk nýtur á vinnumarkaði. Samfylkingin hefur tvívegis lagt fram þingsályktunartillögu um að koma á fót launasjóði fyrir afreksíþróttafólk í einstaklings- og hópíþróttum sem hefði þann tilgang að auka fjárhagslegt öryggi afreksíþróttafólks og auka möguleika þess á að helga sig íþróttaiðkun sinni.

Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu Viðreisnar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sveitarfélögin. Tillagan fól í sér að stefnan yrði tímasett samhliða því að tryggður yrði fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk.

Flokkur fólksins er 100% sammála því að styðja við bakið á afreksíþróttafólki til að gera því kleift að ná fram árangri. “Við munum ekki leggja stein í götu þeirra.”

Heimild: https://www.visir.is/g/20242653656d/hvad-gera-flokkarnir-fyrir-afreksfolk-i-ithrottum-

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ