Site icon Golfsamband Íslands

Hugmyndavinna um heimsmarkmiðin

Í síðustu viku fór fram fyrri vinnustofa Golfsambands Íslands um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Vinnustofan er fyrsta skrefið í fjölþættri árvekni- og verkefnavinnu með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.

Markmið vinnunnar er að golfklúbbar á Íslandi verði mikilvægt hreyfiafl sem aðstoðar við að ná markmiðum heimsmarkmiðanna fyrir árið 2030.

Á vinnustofu 2 sem haldin verður 12. maí næstkomandi frá kl. 8:30-10:00 verður farið yfir heimsmarkmiðin og tengingu þeirra við íslensk verkefni og íslenska golfklúbba.

Þar munum við velja þau heimsmarkmið sem hreyfingin vill leggja áherslu á til framtíðar. Allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomnir en við viljum hvetja alla golfklúbba og einingar innan Golfsambands Íslands að senda að lágmarki einn fulltrúa á vinnustofurnar tvær sem í boði verða.

Dagskrá:

Yfirferð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og tenging þeirra við íslensk verkefni og íslenska golfklúbba. 

Hópavinna

∙ Hvernig getur golfhreyfingin lagt sitt af mörkum til innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna?

∙ Hvernig getur Golfsambandið og golfhreyfingin í heild stutt við vegferðina?

∙ Hvaða heimsmarkmið skipta mestu í starfi golfhreyfingarinnar?

∙ Hvernig viljum við forgangsraða vinnu við heimsmarkmiðin?

∙ Hvaða markmið og flokkar/undirmarkmið eru líkleg eða ólíkleg til umbóta

Vinnustofunni stýra Þorsteinn Guðjónsson, Iceland Travel og Eva Magnúsdóttir, Podium.

GSÍ og heimsmarkmiðin – skráning á vinnustofu 2

Sjá hér upptöku af vinnustofu 1 sem fram fór 30. apríl.

Exit mobile version