Golfsamband Íslands, Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar í samstarfi við R&A og CPG stóðu fyrir GolfSixes golfmótum fyrir unga kylfinga í byrjun mars. GolfSixes er haldið í fjölmörgum löndum en hefur nú í fyrsta sinn verið haldið í golfhermum. Mótin fóru fram í íþróttamiðstöðvum GKG og GM.
Kylfingar á aldrinum 5-12 ára mættu og léku í mismunandi liðum og fengu derhúfu í lit síns liðs. Í hverju liði voru 4-6 leikmenn og léku þeir um flögg í Texas Scramble leikfyrirkomulagi líkt og í Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri. Kylfingar fengu brúsa, íþróttatösku og pokamerki merkt GolfSixes.
Viðburðirnir heppnuðust mjög vel en stefnan er að GolfSixes fari fram á fleiri stöðum næsta vetur.





