Site icon Golfsamband Íslands

Golfþing 2021 – upptaka aðgengileg á vef Golfsambands Íslands – golf.is

Frá vinstri: Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ, Ragnar Baldursson, Jón B. Stefánsson, Hörður Geirsson, Hansína Þorkelsdóttir, Hulda Bjarnadóttir, Karen Sævarsdóttir, Ólafur Arnarson, Viktor Elvar Viktorsson og Birgir Leifur Hafþórsson. Á myndina vantar Hjördísi Björnsdóttur og Jón Steindór Árnason.

Þing Golfsambands Íslands 2021 fór fram dagana 19.-21. nóvember s.l. í ráðstefnuaðstöðu hjá Fosshóteli í Reykjavík.

Hulda Bjarnadóttir kjörin forseti Golfsambands Íslands á þinginu. Stjórn GSÍ er þannig skipuð:Birgir Leifur Hafþórsson, Hansína Þorkelsdóttir, Hjördís Björnsdóttir, Hulda Bjarnadóttir, forseti, Hörður Geirsson, Jón B. Stefánsson, Jón Steindór Árnason, Karen Sævarsdóttir, Ólafur Arnarson, Ragnar Baldursson og Viktor Elvar Viktorsson.

Þingið er nú aðgengilegt á vef Golfsambands Íslands en Kristinn Gauti Gunnarsson sá upp upptökur og eftirvinnslu.

Hér fyrir neðan má finna upptaöku frá þinginu í heild sinni. Ræður forseta GSÍ og fráfarandi forseta. Fréttir af heiðursviðurkenningum, stjórnarkjöri, ársreikning GSÍ og ýmislegt fleira.

Haukur Örn Birgisson, fráfarandi forseti GSí – lokaræða.

Hulda Bjarnadóttir,, ávarpar þingið eftir að hún var kjörin forseti.

Exit mobile version