/

Deildu:

Ólafur William Hand.
Auglýsing

Golfveður.is er nýr vefur sem er sérstaklega hannaður fyrir kylfinga. Á þessari síðu, sem Eimskip og Belgingur.is standa á bak við, er hægt að sjá nákvæmar veðurspár fyrir 30 golfvelli á Íslandi, meðal þeirra eru allir vellir sem spilað er á í Eimskipsmótaröðinni í golfi.

Ólafur W. Hand markaðsstjóri Eimskips opnaði vefinn með formlegum hætti á lokahófi Íslandsmótsins í golfi sem lauk á Garðavelli á Akranesi s.l. sunnudag.  Ólafur átti sjálfur hugmyndina að vefnum og fékk hann hugmyndina úti á golfvelli í viðtali sem birt er á kylfingur.is.

„Ég var út á golfvelli og þar kviknaði hugmyndinn. Ég ræddi við þá á Belgingi og þeir voru alveg frábærir og tóku þessu vel. Það tók örfáa daga að koma vefnum á laggirnar,“ sagði Ólafur.

Vefurinn er byggður upp fyrir tölvur en hægt er að nálgast þetta einnig í símanum.

„Við störtum þessu svona en það er í pípunum að gera hann notendavænni fyrir síma í framhaldinu, þetta verður vonandi gott verkfæri í tösku kylfingsins,“ bætti Ólafur við.

Þær veðurspár sem voru til fyrir byggðu sína spá á stærra svæði en með til komu vefsins er búið að minnka svæðið niður í ferkílómetra og því auðveldara að átta sig á því veðri sem í væntum er á golfvellinum.

Athugið að golfvedur.is hefur ekki fulla virkni í Internet Explorer. Notendum er bent á að nýta sér aðra vafra. Einnig er unnið er að því að gera vefinn aðgengilegri fyrir snjallsíma.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ