Í GolfBox er hægt að búa til golfvini þ.e. kylfinga sem þú leikur oft golf með. Þessi virkni flýtir fyrir að skrá þá á rástíma með þér eða finna rástíma þar sem þeir hafa skráð sig á. Helstu kostir golfvina:
- Það er auðvelt að finna golfvini þegar þú vilt bæta þeim við í rástímann.
- Möguleiki er að skrá sig í rástíma sem golfvinir eiga bókaðan svo lengi sem laust er í ráshópnum. Athugið ef ráshópurinn er fullur þá sérðu ekki rástímann.
- Þegar þú hefur bókað rástíma þá getur þú auðveldlega sent golfvinum boð í að skrá sig í rástímann með þér.
Svona sendir þú golfvinabeiðni:
INNSKRÁNING
Skráðu þig inn hér á golf.is (athugið öll umsjón með golfvinum er á vefsíðunni en ekki í appinu)
VELDU GOLFVINI
Til að bæta við Golfvinum veldu [Rástímabókun] í valmyndinni vinstra meginn. Smelltu svo á [Golfvinir] [1]
Hér hefur þú yfirlit yfir golfvini og getur bætt golfvinum við með því að leita að þeim og senda þeim vinabeiðni sem þeir þurfa að samþykkja. Smelltu á [Bæta við>] [2]
Síðan getur þú leitað að þeim kylfingi sem þú vilt gera að golfvini með því að nota þá leit sem boðið er upp á. Sláðu inn þær upplýsingar og þú veist um kylfinginn sem þú ert að leita að. Athugaðu að velja klúbbinn sem hann er meðlimur í. Hægt er að leita eftir kennitölu þar sem stendur aðildarnr. eða bara fornafni og/eða eftirnafni. Athugaðu of mikið af upplýsingum geta mögulega gert það að verkum að viðkomandi finnst ekki þar sem eitthvað er rangt slegið inn. Byrjaðu á klúbbnum og fornafni ef þú veist ekki kennitölu og smelltu svo á [Leita] [3].
Ef þú valdir óvart kylfings sem þú vilt ekki gera að golfvini geturðu eytt honum aftur með því að smella á rauða krossinn við hliðina á nafni [1].
Þegar þú ert viss um að þú hafir fundið þann kylfing sem þú vilt gera að golfvini smelltu þá á [Vista] [2]. Kylfingurinn sem þú bættir við á golfvinalistann þinn fær send skilaboð þar sem hann getur staðfest vinabeiðni eða hafnað henni. Ef kylfingur samþykkir þá verður þér bætt sjálfkrafa við golfvinalistann hans. Þar til beiðnin hefur verið samþykkt mun nafn kylfings vera í rauðu en breytins í svart við samþykkt. Þannig getur þú fylgst með stöðuni hverjir hafa samþykkt vinabeiðni þína.
ATHUGIÐ: Þegar þú ert að bæta við mörgum golfvinum í einu mundu að þú þarft að smella á VISTA áður en þú bætir næsta golfvini við.
Velja golfvini í rástímaskráningu á vefnum:
Í rástímaskráningu velur þú rástímann og nafn þitt kemur sjálfkrafa upp en þú þarf að haka í reiti undir Golfvinir [1]. Og þá færðu upp fellivalslista með öllum þínum golfvinum sem hægt er velja úr.
Velja golfvini í Appinu:
Smellir á Bæta við kylfing og velur svo “Uppáhalds” og þá sérðu alla golfvina og getur bætt þeim í rástímanbn [2].