Site icon Golfsamband Íslands

GOS – Nýliðakennsla GOS 2015 Tilboð

Nýliðatilboð

Velkominn í Golfklúbb Selfoss

Skráðu þig strax á gosgolf@gosgolf.is og ekki missa af frábæru nýliða prógrami GOS

Golfklúbbur Selfoss tekur sérstaklega vel á móti nýliðum. Það getur verið mjög erfitt að komast inn í íþrótt eins og golf, því viljum við styðja sérstaklega við nýliða. Í fyrra þá hófum við metnaðar fullt nýliða prógram fyrir nýliða sem sló algjörlega í gegn og var umtalað um allt landið enda eini golfklúbburinn sem er að bjóða upp á svona gríðalega flott nýliða starf.

Nýliðagjaldið:

Árgjald 2015 fyrir nýliða í Golfklúbb Selfoss er aðeins 31,900 kr.

Innifalið í gjaldinu: Full aðild að GOS – Skráð forgjöf inn á vef GSÍ – Ert félagi í GOS – Áskrift að Golf á Íslandi – Frí golfkennsla fyrir nýliða 2014, 2015 og þau sem eru með hærra en 36 í forgjöf, einu sinni í viku í allt sumar. Sjá nánar inn á www.gosgolf.is

Þeir sem hafa áhuga sendi upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilsfang, netfang, síma á gosgolf@gosgolf.is eða í síma 4823335 Golfklúbbur Selfoss mun taka vel á móti þér!

Nýliðakennsla GOS 2015

Æfingarnar eru fyrir nýliða GOS 2014, 2015 og alla í GOS sem eru með 36 í forgjöf og hærra.

Æfingaráætlun fyrir sumarið

Æfingarnar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 19 – 20

Fyrsta æfingin er mánudaginn 18.mai kl 19.

Vika 1. Pútt, grunnatriði í sveiflu ( grip og uppstilling)

Vika 2. Golf.is , siðareglur, golfreglur og forgjöf. Allir að mæta miðvikudaginn 27.mai.

Vika 3. Vipp og sveifla

Vika 4. Pitch, glompa og teighögg

Vika 5. Sveifla, vipp, pútt,

Vika 6. Stöðvapróf, pútt og vipp

Vika 7. 6 holu spil með vönum.

Vika 8. Frí Meistaramót GOS Frí

Vika 9. Sveifla, glompa og vipp.

Vika 10. Sveifla og pútt

Vika 11 . Golfmót 29.júlí. 9 holu mót mæting kl 17:00, Allir mætaJ

Markmið kennslunar í sumar er að gera ykkur að kylfingum. Kylfingur kann leikinn og getur skráð sig á hvaða völl sem er og haft mjög gaman að íþróttinni.

Mjög mikilvægt er að æfa sig á milli æfingana til að árangur komi almennilega í ljós

Kennarar í sumar á nýliðaæfingunum eru: Hlynur PGA Golfkennari, Gylfi leiðbeinandi  íþróttakennari og Snag leiðbeinandi, Bergur Snagleiðbeinandi og meistarflokkskylfingur.

Vinsamlega skráið ykkur á æfingarnar á emailið hlynur@gosgolf.is

Exit mobile version