Site icon Golfsamband Íslands

GR – 49 pútt | Það verður vart betra

Kristján Óafsson, í liði 38, átti stórleik í gær og setti þar með nýtt met. Undirritaður man ekki eftir að nokkur hafi „breikað“  50 áður. Kristján fór úr 34. sæti í það 8. og lið hans með Jónas Gunnarsson  og Guðmund Bjarna innanborðs er komið í 3. sætið. Jónas Gunnarsson sem alltaf leikur vel vermir nú annað sætið í einstaklingnum, höggi á eftir gömlu kempunni Jóni Hauki Guðlaugssyni. Sigurjón Árni sem hefur haft forystu fram að þessu er farinn að stressast upp í Ameríkunni enda kominn í það þriðja. Þar sannast hið nýkveðna; það landar enginn þorskum sofandi út í eitt. Á kannski ekki alveg við en þið vitið hvað ég meina.

Gerum alls ekki lítið úr þeim feðgum Jóni Þór á 50 höggum og syninum Sindra á 54. Á öllum öðrum dögum hefði þeirra afrek verið efni í fyrirsögn en bara ekki núna. Þeir eru nú í 4. og 5. sæti í einstaklingnum. Það er ljóst að þeir ætla amk. að vinna liðakeppnina enda komu þeir til þess var haft múraranum í gær.   Sjáum til með það.

Lokakvöldið

Ég setti rástíma á 20 efstu liðin í Exel-skjalið og geri ráð fyrir að efsta liðið hefji leik kl. 20. Önnur lið geta hafið leik frá 16:30 til 18:00, þeas að hafa lokið leik milli 19 – 19:45. Annars fer þetta bara eins og það fer.

Verðlaunaafhendingin, sem er fyrir alla, hefst um kl. 21. Það eru ekki einungis þeir sem ná einhverjum sætum sem fá verðlaun heldur verður eitthvað af vinningum fyrir  þá sem voru ekki alveg eins góðir og hinir.

Sem sagt: Þeir sem eru búnir að pútta um miðjan dag fara bara heim, horfa á fréttirnar sem dæmi, koma svo galvaskir í partýið uppúr kl. 20 til að rabba við félagana og hugsanlega hirða upp einhverja vinninga. Til að fá verðlaun verða menn að vera á staðnum.

Boðið verður uppá léttar veitingar eins og undanfarin ár, þó ekki bjór sem verður til sölu á 500 kallinn eins og verið hefur.

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi lokakvöldið þá er bara að hafa samband hvenær sem er.

Ég er ekki frá því að þetta geti bara orðið þrusugaman þegar upp er staðið.

Annars er ég bara öskrandi kátur með þetta allt saman.

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 9. umferð í ECCO-púttmótaröðinni.

Exit mobile version