Sveitakeppni eldri kylfinga í karlaflokki fór fram á tveimur stöðum um helgina. Keppt var í efstu deild karla í Öndverðarnesi og þar fagnaði sveit Golfklúbbs Reykjavíkur sigri eftir úrslitaleik gegn Nesklúbbnum. GO hafði betur gegn heimamönnum í leik um bronsverðlaunin.
Í 2. deild hafði GKG betur gegn Leyni frá Akranesi í úrslitaleiknum um sigurinn en báðar sveitirnar leika í efstu deild að ári.
Í 3. deild karla, sem fór einnig fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði, enduðu Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Golfklúbburinn Mostri í tveimur efstu sætunum, og leika þær sveitir í 2. deild að ári.
Myndasyrpa á fésbókarsíðu Golf á Íslandi:
Lokastaðan í sveitakeppnum eldri kylfinga í karlaflokki:
1. deild karla:
Lokastaðan, leikið í Öndverðarnesi:
1. sæti: Golfklúbbur Reykjavíkur.
2. sæti: Nesklúbburinn.
3. sæti: Golfklúbburinn Oddur.
4. sæti: Golfklúbbur Öndverðarness.
5. sæti: Golfklúbbur Akureyrar.
6. sæti: Golfklúbbur Suðurnesja.
7. sæti: Golfklúbburinn Keilir.
8. sæti: Golfklúbbur Vestmannaeyja.
*Keilir og Vestmannaeyjar falla í 2. deild
Sveit GR sem fagnaði sigri í 1. deild karla í keppni eldri kylfinga:
Sveit Nesklúbbsins sem varð í öðru sæti:
Sveit GO sem varð í þriðja sæti:
2. deild karla:
Leikið á Kirkjubólsvelli í Sandgerði:
1. sæti: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar.
2. sæti: Golfklúbburinn Leynir.
3. sæti: Golfklúbbur Kiðjabergs.
4. sæti: Golfklúbburinn Flúðir.
5. sæti: Golfklúbbur Sandgerðis.
6. sæti: Golfklúbbur Borgarness.
7. sæti: Golfklúbbur Selfoss.
8. sæti: Golfklúbbur Hveragerðis.
*GKG og Leynir leika í 1. deild á næsta ári:
Sveit GKG sem fagnaði sigri í 2. deild karla:
Sveit Leynis sem varð í öðru sæti í 2. deild karla:
Sveit Kiðjabergs sem varð í þriðja sæti í 2. deild karla:
3. deild karla:
Leikið á Kirkjubólsvelli í Sandgerði:
1. Golklúbbur Mosfellsbæjar.
2. Golfklúbburinn Mostri, Stykkishólmur.
3. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar.
4. Golfklúbbur Hornafjarðar.
*GM og Mostri leika í 2. deild á næsta ári:
Sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem sigraði í 3. deild karla:
Golfklúbburinn Mostri varð í öðru sæti í 3. deild karla:
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar varð í þriðja sæti í 3. deild: