Íslensku kylfingarnir fjórir sem komust í gegnum 1. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina hafa allir lokið keppni á 2. stig úrtökumótsins. Þeir kepptu á fjórum mismunandi keppnisvöllum á Spáni. Keppni á 2. stigi úrtökumótsins fór fram dagana 4.-7. nóvember. Andri Þór Björnsson, Þórður Rafn Gissurarson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson náðu ekki að komast í gegnum 2. stigið og hafa því lokið keppni á þessu tímabili á úrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.
Andri Þór Björnsson lék samtals á +5 (68-73-74-73) og endaði Andri Þór í 39.-43. sæti. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Þór leikur á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðinni.
Andri Þór keppti á Las Colinas vellinum í Alicante. Andri Þór hefur nú þegar tryggt sér keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni.
Þórður Rafn Gissurarson lék á +6 samtals (77-75-72-70) og endaði hann í 57.-60. sæti.
Þórður Rafn keppti á Campo de Golf El Saler vellinum við Valencia en þetta er í annað sinn sem Þórður Rafn kemst inn á 2. stig úrtökumótsins. Þetta er í sjöunda sinn sem Þórður keppir á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Þórður keppti í fyrsta sinn árið 2009 en hann komst í gegnum 1. stigið árið 2014 en féll úr keppni á 2. stiginu.
Haraldur Franklín Magnús endaði í 51.-53. sæti á (76-70-71-74). Hann le´k samtals á +3.
Haraldur Franklín keppti á Lumine Golf & Beach Club við Tarragona rétt við Barcelona. Þetta er í fyrsta sinn sem Haraldur reynir við úrtökumót Evrópumótaraðarinnar. Haraldur Franklín hefur nú þegar tryggt sér takmarkaðann keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni.
Guðmundur Ágúst Kristánsson lék samtals á (73-71-68-76) og endaði hann í 59.-62 . sæti.
Guðmundur Ágúst keppti á Panoramica Golf & Sport Resort sem er ekki langt frá Tarragona svæðinu á Spáni. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðmundur Ágúst keppir á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Guðmundur Ágúst reyndi einnig við úrtökumótið fyrir Nordic League atvinnumótaröðina en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Axel Bóasson (GK), Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Pétur Freyr Pétursson (GKj.), og Ólafur Björn Loftsson (GKG) reyndu sig allir á úrtökmótinu fyrir Evrópumótaröðina 2016 og féllu þeir allir úr keppni á 1. stiginu.
Aldrei áður hafa jafnmargir keppendur frá Íslandi keppt í karlaflokki á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Og þar að auki hafa aldrei jafnmargir karlar komist inn á 2. stig úrtökumótsins.