Golfsamband Íslands

GR og GM gestgjafar Íslandsmótsins 2019 og 2020

Valdís Þóra Jónsdóttir og Axel Bóason. Mynd/seth@golf.is

Mótanefnd GSÍ samþykkti tillögu þess efnis að Íslandsmótið 2019 færi fram hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og Íslandsmótið 2020 færi fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þessi tillaga var samþykkt og staðfest á stjórnarfundi GSÍ þann 22. ágúst síðastliðinn.

Íslandsmótið í golfi fór síðasta fram hjá GR árið 2013 en Íslandsmótið hefur aldrei áður farið fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Íslandsmótið 2018 fer fram hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja eins og áður hefur komið fram.

Fyrr á þessu ári óskaði mótanefnd GSÍ eftir umsóknum um Íslandsmótið í höggleik fyrir árin 2019 og 2020. Umsóknir komu frá nokkrum klúbbum í þessi mót sem er vel og greinilegt að það er mikill metnaður meðal golfklúbba á Íslandi að fá að halda stærsta mót sem haldið er á Íslandi á hverju ári.

Frá Korpúlfsstaðavelli

 

Hlíðavöllur í Mosfellsbæ

 

Exit mobile version