Íslenska fyrirtækið ELVA Golf var með heimsfrumsýningu á greiningartækinu sem fyrirtækið hefur verið að þróa síðustu 20 mánuði. Frumsýningin á ELVA var þann 22 janúar í Orlando á PGA Show, sem er stærsta sýning í heimi á öllu sem tengist golfiðnaðinum. Með því að taka hágæða myndbönd greinir ELVA hreyfingu líkamans í 3D og skilar nákvæmum niðurstöðum um sveifluna.
ELVA hefur þróað tækni sem gerir leikmanni og þjálfara kleift að skoða golfsveifluna frá 6 sjónarhornum, myndböndin eru tekin með hágæðamyndavélum sem taka 255 ramma á sekúndu. Úr þessum gögnum reiknar svo forritið ELVA upp allar hreyfingarnar og kerfið gefur leikmanninum nákvæmar tölur um það hversu mikið og í hvaða áttir líkaminn hreyfði sig. Golf BioDynamics, eins og það er kallað á fagmáli, hefur hingað til verið algengast að mæla með nemum sem eru settir á líkamann og eru tengdir snúrum, en ELVA mælir hreyfingarnar út frá myndum.
Sjá nánar: https://www.elvagolf.com/#elva-system