Auglýsing

„Það er nánast búið að hreinsa allt það sem kom upp á land í hamfaraveðrinu sem gekk hér yfir aðfaranótt 14. febrúar. Húsatóftavöllur kemur því vel undan þessu öllu saman þótt útlitið hafi ekki verið gott um tíma,“ segir Helgi Dan Steinsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur við golf.is.

Helgi Dan tók við starfinu þann 1. febrúar á þessu ári og hann hefur svo sannarlega þurft að taka til hendinni ásamt klúbbfélögum í GG við að hreinsa upp gríðarlegt magn af grjóti og öðru lauslegu sem flæddi inn á völlinn í febrúar.

„Ég giska á að þetta hafi verið um 50 tonn af allskonar efni sem við höfum fjarlægt og sópað upp frá þessum tíma. Grjót, sandur, þari og allskonar dót sem kom úr hafinu. Við höfum fengið ómetanlega aðstoð frá sjálfboðaliðum GG og að sjálfsögðu Grindavíkurbæ – sem stendur þétt við bakið á klúbbnum í þessu verkefni. Húsatóftavöllur kemur vel undan þessum hamfaravetri og hér hefur verið mikið að gera frá því að við opnuðum inn á sumarflatirnar í lok apríl,“ segir Helgi Dan enfremur en ítarleg umfjöllun verður um Húsatóftavöll og GG í 1. tölublaði tímaritsins golf.is sem kemur út í lok maí 2020.

<strong>Svona var staðan á 16 braut þann 14 febrúar þegar hamfaraveður <br>hafði gengið yfir Húsatóftavöll í Grindavík Sjór út um allt og ástandið var ekki gott <strong>
<strong>Þessi mynd var tekin sl sunnudag 3 maí 2020 frá sama stað og efri myndin Eins og sjá má er staðan fín og allt klárt fyrir golfleik á þessum skemmtilega velli <strong>
<strong>Helgi Dan Steinsson Myndsethgolfis <strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ