Site icon Golfsamband Íslands

Gríðarlega sterkur keppendahópur á Borgunarmótinu

– Keppt um Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn á Eimskipsmótaröðinni

Borgunarmótið á Eimskipsmótaröðinni fer fram um næstu helgi, 15.-17. júlí, þar sem keppt verður um Hvaleyrarbikarinn. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta mót fer fram. Mótið er fyrsta mótið í „final four“ úrslitakeppninni sem er nýung á Eimskipsmótaröðinni 2016.

Gríðarlega sterkir kylfingar mæta til leiks í Borgunarmótið og má þar nefna að sex fyrrum Íslandsmeistarar í karlarflokki verða á meðal keppenda og Íslandsmeistari kvenna 2015 er á meðal keppenda. Fimm af karlalandsliðskylfingunum sem sigruðu með eftirminnilegum hætti í 2. deild á Evrópumótinu í síðustu viku verða með á þessu móti og sömu sögu er að segja af kvennalandsliðinu sem lék á Evrópumótinu í síðustu viku á Urriðavelli.

Margir nýkrýndir klúbbmeistarar frá meistaramótum í síðustu viku mæta einnig til leiks og það er öruggt að keppnin verður hörð, skemmtileg og spennandi á Hvaleyrarvelli. Keppnin hefst á föstudaginn og verður ræst út frá kl. 9.00 á fyrsta keppnisdeginum. Keppni lýkur á sunnudagskvöld og í mótslok verður keppendum boðið til hátíðarkvöldverðar í golfskála Keilismanna.

Mikið er lagt í að umgjörð mótsins verði sem allra best. Má þar nefna að innifalið í mótsgjaldinu er morgunverður alla keppnisdagana ásamt glæsilegum hátíðarkvöldverði í mótslok. Keppendur fá æfingabolta á æfingasvæði Keili í Hraunkoti og þar verður hægt að slá af grasi. Einnig býðst keppendum að nota greiningartæki Hraunkots fyrir og eftir hring sér að kostnaðarlausu.

Hvaleyrarvöllur skartar sínu fegursta þessa dagana og að sögn mótshaldara verða keppnisaðstæður á Borgunarmótinu með því allra besta sem hægt er að bjóða upp á hér á landi.

Keppendalisti Borgunarmótsins 2016:

Fyrrum Íslandsmeistarar:
Björgvin Sigurbergsson (1995, 1999, 2000, 2007).
Axel Bóasson (2011).
Úlfar Jónsson (1986, 1987, 1989, 1990, 1991, 1992.).
Haraldur Franklín Magnús (2012).
Kristján Þór Einarsson (2008).
Ólafur Björn Loftsson (2009).
Signý Arnórsdóttir (2015)

Landsliðskylfingar:
Gísli Sveinbergsson
Andri Þór Björnsson
Egill Ragnar Gunnarsson
Aron Snær Júlíusson
Berglind Björnsdóttir
Anna Sólveig Snorradóttir
Ragnhildur Kristinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Aðrir keppendur:

Gunnhildur Kristjánsdóttir
Helga Kristín Einarsdóttir
Hafdís Alda Jóhannsdóttir
Sigurlaug Rún Jónsdóttir
Karen Guðnadóttir
Heiða Guðnadóttir
Særós Eva Óskarsdóttir
Thelma Sveinsdóttir
Ingunn Einarsdóttir
Alfreð Brynjar Kristinsson
Hákon Harðarson
Vikar Jónasson
Benedikt Sveinsson
Andri Már Óskarsson
Stefán Már Stefánsson
Sigurþór Jónsson
Björn Óskar Guðjónsson
Emil Þór Ragnarsson
Birgir Björn Magnússon
Stefán Þór Bogason
Arnór Ingi Finnbjörnsson
Ragnar Már Garðarsson
Magnús Lárusson
Rúnar Arnórsson
Theodór Emil Karlsson
Einar Snær Ásbjörnsson
Jón Hilmar Kristjánsson
Ari Magnússon
Dagur Ebenezersson
Gísli Þór Þórðarson
Sturla Höskuldsson
Ágúst Ársælsson
Gunnar Smári Þorsteinsson
Hrafn Guðlaugsson
Eyþór Hrafnar Ketilsson

Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 54, þar af 36 í karlaflokki og 18 í kvennaflokki. Enginn niðurskurður verður í mótinu en þátttökurétt hafa eftirfarandi: Allt að þrír boðsgestir mótsstjórnar, sigurvegarar á Eimskipsmótum frá 15. júlí 2015, fimm efstu Íslendingarnir á heimslista atvinnumanna karla og þrír efstu Íslendingarnir á heimslista atvinnumanna kvenna þann 25. júní 2016. Tíu efstu Íslendingarnir á heimslista áhugamanna karla og fimm efstu Íslendingarnir á heimslista áhugamanna kvenna þann 25. júní 2016. Efstu keppendur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar, sem ekki hafa þátttökurétt samkvæmt ofangreindu, uns hámarksfjölda hefur verið náð.

Exit mobile version