Securitasmótið á Eimskipsmótaröðinni hefst á föstudaginn og fer það fram á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Mótið er jafnframt lokamót keppnistímabilsins 2016 og verður hart barist um stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni 2016.
[quote_box_right]Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar hefst á föstudaginn á Grafarholtsvelli
Fjórir erlendir keppendur mæta til leiks ásamt gríðarlega sterkum íslenskum kylfingum
Heildarverðlaunafé Securitasmótsins er tæplega tvær milljónir kr.
Sigurvegarinn gæti unnið sér inn 750.000 kr.[/quote_box_right]
Stigalisti Eimskipsmótaraðarinnar:
Keppendalistinn á Securitasmótinu er gríðarlega sterkur og þar mæta m.a. til leiks atvinnukylfingar frá Íslandi, Englandi, Írlandi og Austurríki.
Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Axel Bóasson (GK) og Þórður Rafn Gissurarson (GR). Bjarki Pétursson úr GB er einnig á meðal keppenda en þessir fjórir kylfingar skipuðu sér í efstu sætin á Íslandsmótinu í golfi sem fram fór í júlí á Jaðarsvelli á Akureyri.
Þar að auki eru fjórir erlendir keppendur í karlaflokknum. Allt atvinnukylfingar sem leika á atvinnumótaröðum í Evrópu. Þeir eru Liam Robinson frá Englandi, Richard O’Donovan frá Írlandi, Moritz Mayerhauser og Bernhard Reiter, sem eru báðir frá Austurríki. Þeir þrír síðastnefndu leika allir á ProGolf atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Atvinnukylfingar sem taka þátt geta unnið sér inn 250.000 kr. í verðlaunfé með sigri en Axel Bóasson er t.d. í sérstakri stöðu. Keilismaðurinn getur nælt sér í 750.000 kr. verðlaunfé á Securitasmótinu. Ef Axel verður sigurvegari á Securitasmótinu landar hann jafnframt stigameistaratitlinum en hann varð stigameistari í fyrra á Eimskipsmótaröðinni í fyrsta sinn á ferlinum.
Atvinnukylfingar sem verða stigameistarará Eimskipsmótaröðinni fá 500.000 kr. verðlaunafé og gildir það bæði í karla – og kvennaflokki. Atvinnukylfingar sem sigra á Securitasmótinu fá 250.000 kr. í verðlaunafé.
Heildaverðlaunaféð á Securitasmótinu er hátt í tvær milljónir kr. og er mótið eitt það sterkasta frá upphafi á Íslandi.
Landsliðskylfingarnir Andri Þór Björnsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) eru allir á meðal keppenda en þeir skipa landslið Íslands sem fer á HM í september í Mexíkó. Berglind Björnsdóttir landsliðskona úr GR er einnig á meðal keppenda en hún er í HM liði kvenna sem fer til Mexíkó í september. Berglind er Íslandmeistari í holukeppni 2016.
Það eru fjölmargir Íslandsmeistarar á meðal keppanda í karla og kvennaflokki.
Kristján Þór Einarsson, GM (2008), Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (1996, 2003, 2004, 2010, 2013, 2014, 2016), Ólafur Björn Loftsson, GKG (2009), Haraldur Franklín Magnús, GR (2012), Axel Bóasson, GK (2011), Þórður Rafn Gissurarson, GR (2015), Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (1985, 1998, 2003, 2005), Nína Björk Geirsdóttir, GM (2007).
Keppni hefst á föstudaginn kl. 9.00 á Grafarholtsvelli og eru keppendur alls 57.
Í mótinu ráðast úrslit um sigur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar. Stigalistanum verður endurraðað í samræmi við reglugerð um stigamót og viðauka II við reglugerðina. Þeir þátttakendur í mótinu er hafa hlotið stig í Eimskipsmótaröðinni á leiktímabilinu raðast á listann í samræmi við áunnin stig. (Keppendur sem ekki hafa stig á stigalista fá hvorki stig í mótinu né hafa áhrif á röðun keppenda varðandi ávinnslu stiga í mótinu.) Hér má sjá endurröðun stiga fyrir mótið. Stigameistarar hvors flokks fyrir sig fá kr. 100.000 í verðlaun í formi gjafakorts. Sé sigurvegari atvinnukylfingur verður upphæðin kr. 500.000. Viðkomandi þarf að hafa gerst atvinnukylfingur fyrir fyrsta mót mótaraðarinnar vorið 2016.