Íþróttaakademían í Reykjanesbæ.
Auglýsing

Golfklúbbur Suðurnesja hefur fengið húsnæði fyrir inniæfingar GS en klúbburinn hefur í langan tíma leitað eftir hentugu húsnæði í Reykjanesbæ. Frá þessu er greint á heimasíðu GS. Þar kemur eftirfarandi fram:

„Eins og flestir vita hefur aðstaða Golfklúbbs Suðurnesja til að stunda inniæfingar verið afar bágborin undanfarin ár. En framundan eru bjartir og spennandi tímar í nýju æfingahúsnæði.

Undanfarna mánuði hefur stjórn Golfklúbbs Suðurnesja og Reykjanesbær unnið að því í sameiningu að finna hentugt húsnæði sem uppfyllir þarfir kylfinga í Reykjanesbæ. Nú er það húsnæði fundið! Það gleður mig að tilkynna GSingum að Golfklúbbur Suðurnesja mun fá inni í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ og munum við geta hafið æfingar þar næsta haust. Um er að ræða tvo sali á annari hæð þar sem verður komið upp púttaðstöðu, básum og í framtíðinni jafnvel golfhermi. Púttklúbbur Suðurnesja mun einnig hafa aðgang að aðstöðunni en hann skipa heldri kylfingar bæjarins.

Ég vil lýsa yfir ánægju minni með þetta stóra framfaraskref fyrir golfíþróttina hér í bæ og þakka ég starfsfólki og stjórnendum Reykjanesbæjar sem hafa lagt sig fram við að finna hentuga lausn á okkar vanda. Þessi aðstaða kemur til með að hafa mikið að segja fyrir klúbbinn okkar, eins og staðan er í dag höfum við ekki getað tekið við fleiri iðkendum vegna aðstöðuleysis og kylfingar þurft að sækja æfingar til höfuðborgarinnar jafnvel oft í viku. Þá hlakka ég til að vinna með nýjum “nágrönnum” okkar í Fimleikadeild Keflavíkur í náinni framtíð.“

Með golfkveðju,
Jóhann Páll Kristbjörnsson
formaður Golfklúbbs Suðurnesja

Íþróttaakademían í Reykjanesbæ Íþróttaakademían í Reykjanesbæ

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ