Golfsamband Íslands

GSÍ færir nemendum í golfáfanga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti SNAG kennslubók

SNAG Fjölbraut Breiðholti.

Nemendur í golfáfanga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti eru fyrstu framhaldsskólanemendurnir sem fá íslensku SNAG kennslubókina afhenta sem námsgögn í golfnámi sínu. Golfsamband Íslands gefur nemendunum bókina enda er mikilvægt að kennarar og nemendur styðjist við námsefni á íslensku í golfkennslu og golfnámi.

Torfi Magnússon, sem stýrir íþróttabrautinni í FB og býður upp á golfnámið, hefur stuðst við SNAG golfkennslufræðina – og búnaðinn.

Fyrir utan golfnámið sjálft fá nemendur í golfáfanganum einnig að hanna golfbrautir og golfvelli inni í sal og umhverfis skólann og spila og keppa bæði inni og úti við eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

15352078708_405a2f34a3_z

 

Exit mobile version