Golfsamband Íslands (GSÍ) leitar að öflugum aðila til að leiða markaðs- og kynningarmál sambandsins. Markaðsstjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra og starfar náið og þvert á alla starfsemina. Í starfinu felst að kynna, markaðssetja mót, viðburði og tilfallandi verkefni ásamt því að viðhalda sterkum tengslum við golfhreyfinguna, kostendur, fjölmiðla og aðra hagaðila Golfsambands Íslands.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á tekju- og markaðsáætlunum
- Skrif og ábyrgð á framleiðslu efnis
- Aðkoma að framkvæmd golfmóta og viðburða GSÍ
- Samskipti og þjónusta við samstarfsaðila, fjölmiðla og helstu haghafa
- Kynningarmál og innleiðingar sem styðja við markmið og stefnu
- Þátttaka í þróun miðla, miðlunar og gagnasöfnunar
- Vörumerkjauppbygging og samræmi vörumerkis
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Góð þekking á golfíþróttinni
- Haldbær reynsla af markaðs- og kynningarmálum
- Góð íslenskukunnátta og hæfileiki til að skrifa og miðla upplýsingum
- Góð tölvufærni og þekking á gerð kynningarefnis
- Hugmyndaauðgi, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Mikil þjónustulund og lausnamiðað viðhorf
Golfsamband Íslands (GSÍ) er stofnað árið 1942 og elst sérsambanda innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. GSÍ er næststærsta íþróttasamband landsins og er lögbundið hlutverk sambandsins að vinna að framgangi golfíþróttarinnar og útbreiðslu, annast mat golfvalla, hafa umsjón og eftirlit með forgafarmálum, annast landsliðsmál, stuðla að fræðslu og menntun dómar og annast erlend samskipti.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. maí 2025.