
GSÍ mótaröðin er efsta stig mótahalds á Íslandi. Öll mót á mótaröðinni telja til stigalista GSÍ mótaraðarinnar með mismikið vægi, en stigameistarar karla og kvenna eru krýndir í lok tímabils. Mótaröðin samanstendur af sex mótum, tveimur smærri og fjórum stórmótum. GSÍ mótaröðin er opin öllum en þátttakendafjöldi í mótunum er breytilegur, lágmarksforgjöf í öll mót er 4,5 í karlaflokki og 8,5 í kvennaflokki.
Mótin á GSÍ mótaröðinni 2025 eru tvö Vormót, Hvaleyrarbikarinn, Íslandsmótið í holukeppni, Korpubikarinn og Íslandsmótið í golfi. Korpu- og Hvaleyrarbikarinn eru árleg mót á mótaröðinni, en þau mót ásamt Íslandsmótunum telja á heimslista áhugamanna (WAGR). Vormót telur ekki til heimslista áhugamanna og er minni í sniðum en Korpubikarinn, Hvaleyrarbikarinn og Íslandsmótin tvö.
Áhersla er lögð á að mótin á GSÍ mótaröðinni skarist sem minnst við sterk alþjóðleg áhugamannamót sem eykur líkurnar á því að okkar bestu áhugakylfingar geti tekið þátt í okkar stærstu mótum hérlendis.
Árið 2024 var því því breytt að keppni í karla- og kvennaflokki í Íslandsmótinu í holukeppni færi ekki fram á sama velli og á sama tíma. Í ár mun kvennaflokkur leika 13.-15. júní hjá GO og karlaflokkur 21.-23. júní hjá GM. Þessi breyting stuðlaði að því að okkar bestu áhugakylfingar geta bæði tekið þátt í Íslandsmótinu í holukeppni ásamt því að taka þátt í einu stærsta og virtasta áhugamannamóti heims en opna breska áhugamannamótið fer fram á sama tíma. Það mót er einnig tvískipt og breytingin leiðir af sér að það verði engin skörun. Að auki geta helmingi fleiri kylfingar tekið þátt í Íslandsmótinu í holukeppni. 36 holu höggleikur sker úr um hvaða 16 keppendur keppa í útsláttarkeppni í holukeppni um Íslansmeistaratitilinn.
Íslandsmótið í golfi fer fram á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili dagana 7.-10. ágúst. Stigameistarar GSÍ mótaraðarinnar verða krýndir á hápunkti sumarsins, þegar Íslandsmótinu í golfi lýkur.
Viðbót við GSÍ mótaröðina
Að auki verða tvö haustmót en þessi mót eru með meiri sveigjanleika en mótin á GSÍ mótaröðinni. Haustmótin telja ekki á stigalista GSÍ og telja ekki á heimslista áhugamanna. Mótin eru hugsuð til að mæta eftirspurn eftir verkefnum í lok sumars, sem eru þó ekki bundin því að uppfylla ákveðinn holufjölda og telja inn á lista enda aðstæður oft á tíðum ófyrirsjáanlegar á haustmánuðum. Mótin bjóða upp á fjölbreytileika hvað varðar fjölda þátttakenda, fjölda hola, leikfyrirkomulag o.s.fr. Golfklúbbar eru framkvæmdaraðilar og útfæra mótin eins og þeir vilja.
Jafnframt verða tvö mót haldin eingöngu fyrir kylfinga á aldrinum 19-23 ára þar sem umgjörð mótanna verður í lágmarki. Meginmarkmið mótanna sem bera nöfnin heimslistamót er að telja til stiga á heimslista áhugamanna.
Flokkur. | Dags. | Mán. | Mótaskrá 2025 | Klúbbur | |
---|---|---|---|---|---|
Golf14 | 10 | Maí | Golf 14 – liðakeppni | NK | |
GSÍmótaröðin | 17-18 | Maí | Vormót* | GM | |
Unglingamótaröðin | 17-18 | Maí | Unglingamótaröðin | GL | |
GSÍmótaröðin | 24-25 | Maí | Vormót* | ||
Unglingamótaröðin | 23-25 | Maí | Unglingamótaröðin | GSG | |
Golf14 | 23-25 | Maí | Golf 14 | GSG | |
GSÍmótaröðin | 30-1 | Júní | GSÍ mótaröðin – Hvaleyrarbikarinn | GK | |
Önnur mót | 3-4 | Júní | Heimslistamót | GHR | |
Unglingamótaröðin | 5-7 | Júní | Unglingamótaröðin – Nettó mótið | GKG | |
Golf14 | 5-6 | Júní | Golf 14 – Nettó mótið | GKG | |
Golf14 | 10-11 | Júní | Golf 14 – Golfhátíð á Akranesi | GL | |
GSÍmótaröðin | 13-15 | Júní | Íslandsmót í holukeppni kvenna – GSÍ mótaröðin | GO | |
Íslandsmót golfklúbba | 19-21 | Júní | Íslandsmót golfklúbba – stúlkur – drengir, U12 | GR, GM, GKG | |
GSÍmótaröðin | 21-23 | Júní | Íslandsmót í holukeppni karla – GSÍ mótaröðin | GM | |
Íslandsmót golfklúbba | 25-27 | Júní | Íslandsmót golfklúbba – stúlkur U18 – drengir, U16, U18 | GHR | |
Íslandsmót golfklúbba | 25-27 | Júní | Íslandsmót golfklúbba – stúlkur – drengir, U14 | GSG | |
Önnur mót | 29-12 | Júlí | Meistaramót golfklúbba | Allir | |
Golf14 | 16 | Júlí | Golf 14 | GM | |
Önnur mót | 17-19 | Júlí | Íslandsmót 50+ | GHR | |
GSÍmótaröðin | 18-20 | Júlí | GSÍ mótaröðin – Korpubikarinn | GR | |
Íslandsmót golfklúbba | 24-26 | Júlí | Íslandsmót golfklúbba – 1. deild karla | GKG | |
Íslandsmót golfklúbba | 24-26 | Júlí | Íslandsmót golfklúbba – 1. deild kvenna | GA | |
Íslandsmót golfklúbba | 23-25 | Júlí | Íslandsmót golfklúbba – 2. deild karla | GF | |
Íslandsmót golfklúbba | 24-26 | Júlí | Íslandsmót golfklúbba – 2. deild kvenna | GL | |
Unglingamótaröðin | 29-30 | Júlí | Unglingamótaröðin | GF | |
GSÍmótaröðin | 7-10 | Ágúst | Íslandsmótið í golfi – GSÍ mótaröðin | GK | |
Unglingamótaröðin | 15-17 | Ágúst | Unglingamótaröðin – Íslandsmót í höggleik | ||
Golf14 | 15-17 | Ágúst | Golf 14 – Íslandsmót í höggleik | GOS | |
Önnur mót | 13-14 | Ágúst | Heimslistamót | ||
Íslandsmót golfklúbba | 15-17 | Ágúst | Íslandsmót golfklúbba – 3. deild karla | GSS | |
Íslandsmót golfklúbba | 15-17 | Ágúst | Íslandsmót golfklúbba – 4. deild karla | GVG | |
Íslandsmót golfklúbba | 15-17 | Ágúst | Íslandsmót golfklúbba – 5. deild karla | GD | |
Íslandsmót golfklúbba | 21-23 | Ágúst | Íslandsmót golfklúbba – 50+ 1. deild kvenna | GV | |
Íslandsmót golfklúbba | 21-23 | Ágúst | Íslandsmót golfklúbba – 50+ 2. deild kvenna | GS | |
Íslandsmót golfklúbba | 21-23 | Ágúst | Íslandsmót golfklúbba – 50+ 1. deild karla | GS | |
Íslandsmót golfklúbba | 21-23 | Ágúst | Íslandsmót golfklúbba – 50+ 2. deild karla | GV | |
Íslandsmót golfklúbba | 21-23 | Ágúst | Íslandsmót golfklúbba – 50+ 3. deild karla | GOS | |
Íslandsmót golfklúbba | 21-23 | Ágúst | Íslandsmót golfklúbba – 50+ 4. deild karla | GHH | |
Önnur mót | 23-24 | Ágúst | Haustmót** | NK | |
Unglingamótaröðin | 23-25 | Ágúst | Unglingamótaröðin | GM | |
Golf14 | 23-25 | Ágúst | Golf 14 Íslandsmót í holukeppni | GM | |
Önnur mót | 30-31 | Ágúst | Haustmót** | ||
Golf14 | 6-7 | September | Golf 14 | GR | |
Unglingamótaröðin | 6-7 | September | Unglingamótaröðin | GR |