GSÍ óskar eftir umsóknum vegna Íslandsmóta 2019 og 2020

Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Golfsamband Íslands er farið að huga að keppnisstöðum fyrir Íslandsmótið í höggleik árin 2019 og 2020. Mótið fer fram á Hvaleyrarvelli í ár og verður síðan haldið í Vestmannaeyjum árið 2018.
GSÍ óskar eftir því að þeir golfklúbbar sem hafa áhuga á því að halda Íslandsmótið 2019 og/eða 2020 sendi formlega umsókn ásamt stuttri lýsingu á hugmyndum klúbbsins um framkvæmd mótsins.
Skila skal inn umsóknum í síðasta lagi föstudaginn 16. júní næstkomandi á netfangið motanefnd@golf.is
(Visited 368 times, 1 visits today)