Aðalfundur SÍGÍ fór fram fimmtudaginn 10. febrúar þar var kjörinu á vallarstjórum ársins lýst. Það eru félagsmenn SÍGÍ sem kjósa þá vallarstjóra sem þeim fannst skara fram úr á liðnu ári. Þetta kemur fram á heimasíðu SÍGÍ.
Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi.
Þar sem fundurinn fór fram á TEAMS voru verðlaunin ekki afhent en verður það gert þegar næsta tækifæri gefst.
Það var Guðbjartur Ísak Ásgeirsson hjá Golfklúbbnum Keili sem var hlutskarpastur í kjörinu golfvallamegin.
Í flokki knattspyrnuvalla var það Kristinn V. Jóhannsson á Laugardalsvelli sem hlaut verðlaunin
Stjórn SÍGÍ vill nýta þetta tækifæri og óska þeim báðum til hamingju með útnefninguna.
Vallarstjórar ársins frá upphafi hjá SÍGÍ
Árið | Golfið | Klúbbur | Knattspyrnan | Félag |
---|---|---|---|---|
2021 | Guðbjartur Ísak Ásgeirsson | Keilir | Kristinn V. Jóhannsson | Laugardalsvöllur |
2020 | Jóhannes Ármannsson | Borgarnes | Sigmundur Pétur Ástþórsson | FH Kaplakrikavöllur |
2019 | Darren Farley | GR Grafarholt | Sigmundur Pétur Ástþórsson | FH Kaplakrikavöllur |
2018 | Ellert Þórarinsson | Brautarholt | Magnús Valur Böðvarsson | Kópavogsvöllur |
2017 | Bjarni Þór Hannesson | Keilir | Kristinn V. Jóhannsson | Laugardalsvöllur |
2016 | Ellert Þórarinsson | Brautarholt | Sigmundur Pétur Ástþórsson | FH Kaplakrikavöllur |
2015 | Tryggvi Ölver Gunnarsson | Oddur | Þórdís Rakel Hansen | Selfossvöllur |
2014 | Bjarni Hannesson | Keilir | Krisinn V. Jóhannsson | Laugardalsvöllur |
2013 | Ágúst Jensson | GR Korpa | Kristinn V. Jóhannsson | Laugardalsvöllur |
2012 | Daníel Harley | Keilir | Kristinn V. Jóhannsson | Laugardalsvöllur |
Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi.
Markmið SÍGÍ eru að viðhalda og bæta gæði golf- og íþróttavalla hérlendis.
SÍGÍ stendur fyrir fræðslufundum, sýningum, golfmótum og heimsóknum jafnt hérlendis sem erlendis.
Menntun og fagmennska er höfð í hávegi hjá samtökunum og áhersla er á miðlun upplýsinga milli félagsmanna. SÍGÍ mun aðstoða félagsmenn til að sækja og nálgast nám í þeirra fagi og er í boði jafnt hérlendis sem erlendis.
Samtökin kappkosta að halda úti vefsíðu með upplýsingum SÍGÍ og vistunar á aðsendu efni sem nýtist félagsmönnum og verður aðgengilegt á læstum hluta vefsíðunnar.