Site icon Golfsamband Íslands

Guðbjartur Ísak og Kristinn kjörnir vallarstjórar ársins 2021 hjá SÍGÍ

Aðalfundur SÍGÍ fór fram fimmtudaginn 10. febrúar þar var kjörinu á vallarstjórum ársins lýst. Það eru félagsmenn SÍGÍ sem kjósa þá vallarstjóra sem þeim fannst skara fram úr á liðnu ári. Þetta kemur fram á heimasíðu SÍGÍ.

Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi.

Þar sem fundurinn fór fram á TEAMS voru verðlaunin ekki afhent en verður það gert þegar næsta tækifæri gefst.

Það var Guðbjartur Ísak Ásgeirsson hjá Golfklúbbnum Keili sem var hlutskarpastur í kjörinu golfvallamegin.

Í flokki knattspyrnuvalla var það Kristinn V. Jóhannsson á Laugardalsvelli sem hlaut verðlaunin

Stjórn SÍGÍ vill nýta þetta tækifæri og óska þeim báðum til hamingju með útnefninguna.

Vallarstjórar ársins frá upphafi hjá SÍGÍ

ÁriðGolfiðKlúbburKnattspyrnanFélag
2021 Guðbjartur Ísak ÁsgeirssonKeilir Kristinn V. Jóhannsson Laugardalsvöllur
2020Jóhannes ÁrmannssonBorgarnesSigmundur Pétur ÁstþórssonFH Kaplakrikavöllur
2019Darren FarleyGR GrafarholtSigmundur Pétur ÁstþórssonFH Kaplakrikavöllur
2018Ellert ÞórarinssonBrautarholtMagnús Valur BöðvarssonKópavogsvöllur
2017Bjarni Þór HannessonKeilirKristinn V. JóhannssonLaugardalsvöllur
2016Ellert ÞórarinssonBrautarholtSigmundur Pétur ÁstþórssonFH Kaplakrikavöllur
2015Tryggvi Ölver GunnarssonOddurÞórdís Rakel HansenSelfossvöllur
2014Bjarni HannessonKeilirKrisinn V. JóhannssonLaugardalsvöllur
2013Ágúst JenssonGR KorpaKristinn V. JóhannssonLaugardalsvöllur
2012Daníel HarleyKeilirKristinn V. JóhannssonLaugardalsvöllur

Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi.

Markmið SÍGÍ eru að viðhalda og bæta gæði golf- og íþróttavalla hérlendis.

SÍGÍ stendur fyrir fræðslufundum, sýningum, golfmótum og heimsóknum jafnt hérlendis sem erlendis.

Menntun og fagmennska er höfð í hávegi hjá samtökunum og áhersla er á miðlun upplýsinga milli félagsmanna. SÍGÍ mun aðstoða félagsmenn til að sækja og nálgast nám í þeirra fagi og er í boði jafnt hérlendis sem erlendis.

Samtökin kappkosta að halda úti vefsíðu með upplýsingum SÍGÍ og vistunar á aðsendu efni sem nýtist félagsmönnum og verður aðgengilegt á læstum hluta vefsíðunnar.

Exit mobile version