Auglýsing

Bjarni Þór Hannesson vallarstjóri Hvaleyrarvallar lét af störfum í lok apríl. Bjarni mun áfram veita Golfklúbbnum Keili faglega ráðgjöf.

Guðbjartur Ísak Ásgeirsson og Arnaldur Freyr Birgisson munu taka við sem vallarstjórar en þeir hafa unnið með Bjarna s.l. ár á Hvaleyrarvelli. Þetta kemur fram á heimasíðu Keilis.

Bjarni er einn reynslumesti gras- og golfvallasérfræðingur landsins, þrátt fyrir ungan aldur.

Skagamaðurinn er 37 ára gamall en þrátt fyrir þá staðreynd er hann með 22 ára reynslu í faginu. Bjarni byrjaði ungur að vinna á Garðavelli á Akranesi. Bjarni hefur bætt jafnt og þétt við þekkingu sína í faginu og hefur hann lokið M.Sc. gráðu í grasvallatæknifræði frá Cranfield háskóla á Englandi. Bjarni lauk fyrst námi í golfvallafræðum við Elmwood-háskólann í skoska bænum Cupar snemma á þessari öld og fór þaðan í framhaldsnám í Bandaríkjunum.

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ