Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék á samtals -6 á Holtsmark Open í Noregi. Hann endaði í 13. sæti og lék alla þrjá hringina á sama skori eða 70 höggum. Jakob Glennemo frá Svíþjóð sigraði á -15 samtals.
Mótið er hluti af Nordic atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.
Guðmundur Ágúst er í 25. sæti á stigalista mótaraðarinnar en hann hefur leikið á 16 mótum á tímabilinu.
Það er að miklu að keppa að vera á meðal 5 efstu á stigalistanum. Fimm efstu sætin tryggja keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni – næst sterkustu mótaröð Evrópu.
Þess má geta að Axel Bóasson úr Keili stóð uppi sem stigameistari á síðasta tímabili á þessari mótaröð og fékk keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni.