Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Auglýsing

GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús voru allir á meðal keppenda á Galgorm Spa & Golf Resort mótinu sem fram fór á Norður-Írlandi skammt frá höfuðborginni Belfast.

Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu.

Nánar um mótið hér:

Guðmundur Ágúst var í toppbaráttunni allt fram til loka mótsins. GR-ingurinn endaði í 5. sæti á -9 samtals. Það er besti árangur Guðmundar á Áskorendamótaröðinni en aðeins Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur náð betri árangri á Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur sigraði árið 2017 á móti í Frakklandi á Áskorendamótaröðinni og hann varð þriðji á einu móti árið 2011.

Tyler Koivisto, frá Bandaríkjunum, landaði sigri á -13 samtals en þetta var fyrsti sigur Koivisto á Áskorendamótaröðinni.

Guðmundur Ágúst er í 32. sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar. Hann fékk 9.000 Evrur fyrir 5. sætið eða sem nemur 1,5 milljónum kr.

Haraldur Franklín Magnús, GR, endaði í 33. sæti á þessu móti. Hann fór upp um 16. sæti á lokahringnum sem hann lék á -3 eða 67 höggum. Samtals lék Haraldur Franklín á pari vallar og fékk hann um 1500 Evrur í verðlaunafé eða sem nemur um 250.000 kr.

Andri Þór Björnsson, GR, komst einnig í gegnum niðurskurðinn á þessu móti. Andri Þór endaði í 48. sæti á +4 samtals. Í verðlaunafé fékk Andri Þór tæplega 900 Evrur – sem nemur 150.000 kr.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ