Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, endaði í 53. sæti á D+D REAL Czech Challenge mótinu sem fram fór á Kunětická Hora golfvellinum í Tékklandi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki á eftir sjálfri DP Evrópumótaröðinni.

Mótið hófst fimmtudaginn 2. júní og voru leiknir fjórir hringir á fjórum keppnisdögum.

Haraldur Franklín Magnús var ekki á meðal keppenda á þessu móti en hann ætlar sér að taka þátt á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið – en úrtökumótið fer fram 6. júní á velli rétt við New York.

Guðmundur Ágúst lék á +1 samtals (72-68-73-68) 281 höggi.

Nánari upplýsingar um mótið, lokastöðu og úrslit:

Guðmundur Ágúst hefur leikið á átta mótum á þessu tímabili á Áskorendamótaröðinni og komist í gegnum niðurskurðinn á þremur þeirra. Besti árangur hans er 11. sæti og hann hefur einnig endað í 14. sæti. Guðmundur Ágúst er í sæti nr. 116 þessa stundina á stigalista Áskorendamótaraðarinnar.

Guðmundur þarf að bæta stöðu sína verulega á stigalistanum til þess að komast inn á lokamót Áskorendamótaraðarinnar þar sem að 45 efstu keppendurnir keppa um 20 efstu sætin sem tryggja þeim keppnisrétt á sjálfri Evrópumótaröðinni.

Aðeins tveir kylfingar frá Íslandi hafa komist inn á lokamót Áskorendamótaraðarinnar – Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Guðmundur Ágúst endaði í 46. sæti árið 2020.

Birgir Leifur endaði í 35. sæti árið 2017.

Áskorendamótaröðin var sett á laggirnar árið 1989. Frá þeim tíma hafa margir þekktir kylfingar nýtt sér mótaröðina sem stökkpall inn á Evrópumótaröðina – DP Tour. Þar má nefna Thomas Bjørn (1995), Justin Rose (1999), Ian Poulter (1999), Henrik Stenson (2000), Louis Oosthuizen (2003), Tommy Fleetwood (2011) og Brooks Koepka (2013).

Stigalisti Áskorendamótaraðarinnar er hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ