/

Deildu:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Auglýsing

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt á Nordic Tour mótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson léju á þessu móti ásamt Ólafi Birni Loftssyni úr GKG.

Guðmundur Ágúst var sá eini sem komst í gegnum niðurskurðinn. Guðmundur var í 15. sæti fyrir lokahringinn en hann bætti stöðu sína og endaði í 7. sæti á -7 samtals (71-69-69). Martin Eriksson frá Svíþjóð sigraði á -15 samtals.

Þetta er þriðja mótið í röð hjá Guðmundi þar sem hann er í einu af 10 efstu sætunum.

Axel Bóasson úr Keili varð stigameistari á þessari mótaröð í fyrra – en hann er fyrsti íslenski kylfingurinn sem nær þeim árangri. Fimm stigahæstu kylfingarnir á þessari mótaröð fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinn, næst sterkustu mótaröð Evrópu, á næstu leiktíð.

Guðmundur Ágúst er í 26. sæti á stigalistanum.

Haraldur Franklín er í 100. sæti og Andri Þór er í 115. sæti.

Hér er hægt að fylgjast með gangi mála á mótinu. 


Mótið fer fram í Eistlandi og er leikið á Pärnu Bay Golf Links vellinum.

Hér er hægt að fylgjast með gangi mála á mótinu. 

Ólafur Björn Loftsson
Andri Þór Björnsson MyndShetland Nielsen
Haraldur Franklín Magnús MyndShetland Nielsen

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ