Site icon Golfsamband Íslands

Guðmundur Ágúst er á meðal 10 efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2019

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Atvinnukylfingurinn, Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er í hópi 10 efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2019. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu og verður því lýst þann 28. desember.

Þetta er í þrettánda sinn sem kylfingur kemst inn á topp 10 listann í kjörinu á íþróttamanni ársins og er þetta í fyrsta sinn sem Guðmundur Ágúst er tilnefndur sem íþróttamaður ársins.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var efst í kjörinu árið 2017 og er hún eini kylfingurinn sem hefur fengið þetta sæmdarheiti.

Ólafía varð í þriðja sæti í þessu kjöri árið 2016.

Alls hafa fjórar konur úr röðum GSÍ verið á meðal 10 efstu í þessu kjöri og alls hafa þrettán kylfingar verið á topp 10 listanum frá því að kjörið fór fyrst fram.

Úlfar Jónsson hefur náð næst bestum árangri í kjörinu á Íþróttamanni ársins en hann varð í 2.-10. sæti árið 1987 þegar níu íþróttamenn deildu sætum 2.-10.

Sigurður Pétursson varð í 3. sæti árið 1985 og jafnaði Ólafía því afrek Sigurðar árið 2016.

Eftirfarandi íþróttamenn eru tilnefndir að þessu sinni og eru þau í stafrófsröð:

Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar.
Arnar Davíð Jónsson, keilari úr Keilufélagi Reykjavíkur.
Aron Pálmarsson, handboltamaður hjá Barcelona á Spáni.
Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona hjá Rosengård í Svíþjóð.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur.
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá Everton á Englandi.
Júlían J.K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni.
Martin Hermannsson, körfuboltamaður hjá Alba Berlín í Þýskalandi.
Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona hjá Wolfsburg í Þýskalandi.

Þrír efstu þjálfarar ársins

Það verður ekki bara tilkynnt um úrslitin í kjöri íþróttamanns ársins í Hörpu 28. desember. Þar verður úrslitum í kjörinu á liði ársins og þjálfara ársins einnig kynnt.

Samtök íþróttafréttamanna hafa valið þjálfara ársins frá og með árinu 2012.

Þrír efstu þjálfararnir í ár eru þessir í stafrófsröð:

Alfreð Gíslason
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Patrekur Jóhannesson

Þrjú efstu lið ársins

Lið ársins verður einnig útnefnt í Hörpu á laugardagskvöld. Samtök íþróttafréttamanna hafa kosið lið ársins frá árinu 2012. Þrjú efstu liðin í kjörinu þetta árið eru í stafrófsröð þessi:

Karlalið Selfoss í handbolta.
Kvennalið Vals í handbolta.
Kvennalið Vals í körfubolta.

Eftirtaldir kylfingar hafa verið á topp 10 listanum í kjörinu á Íþróttamanni ársins og í sviganum er sætið sem kylfingurinn endaði í.

1963: Magnús Guðmundsson (10.)
1965: Magnús Guðmundsson (7.)
1977: Björgvin Þorsteinsson (9.)
1979: Hannes Eyvindsson (8.)
1981: Ragnar Ólafsson (6.)
1984: Ragnar Ólafsson (9).
1985: Sigurður Pétursson (3.)
1986: Úlfar Jónsson (9.)
1987: Úlfar Jónsson (2.-10.)
1988: Úlfar Jónsson (5.)
1990: Úlfar Jónsson (4.)
1992: Úlfar Jónsson (5.)
1993: Úlfar Jónsson (5.) Þorsteinn Hallgrímsson (8.)
1996: Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
1997: Birgir Leifur Hafþórsson (6.)
1998: Ragnhildur Sigurðardóttir (9.)
2000: Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
2001: Birgir Leifur Hafþórsson (6.)
2002: Ólöf María Jónsdóttir (9.)
2003: Ragnhildur Sigurðardóttir (9.)
2004: Ólöf María Jónsdóttir (4.), Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
2005. Ólöf María Jónsdóttir (8.)
2006: Birgir Leifur Hafþórsson (4.)
2007: Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
2011: Ólafur Björn Loftsson (10.)
2016: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (3.)
2017: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (1.), Valdís Þóra Jónsdóttir (9).
2018: Haraldur Franklín Magnús (7.)

(1) Magnús Guðmundsson (2), (2) Björgvin Þorsteinsson, (3) Hannes Eyvindsson, (4) Ragnar Ólafsson (2), (5) Sigurður Pétursson, (6) Úlfar Jónsson (6), (7) Þorsteinn Hallgrímsson, (7) Birgir Leifur Hafþórsson (7), (8) Ragnhildur Sigurðardóttir (2), (9) Ólöf María Jónsdóttir (3), (10) Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (3), (11) Valdís Þóra Jónsdóttir (1), (12) Haraldur Franklín Magnús (1), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (1).

Exit mobile version