/

Deildu:

Ljósmynd: Guðmundur KR. Jóhannessson
Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sigraði í Einvíginu á Nesinu sem fram fór í dag við góðar aðstæður á Nesvellinum.

Um var að ræða árlegt góðgerðarmót þar sem að safnað er fé til Barnaspítala Hringsins. Alls söfnuðust 750.000 kr.

Keppendahópurinn var gríðarlega sterkur líkt og á undanförnum árum mætti fjöldi áhorfenda til þess að fylgjast með.

Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að 10 keppendur hófu leik á 1. braut á Nesvellinum og sá sem var á lakasta skorinu féll úr leik. Þannig hélt keppnin áfram þar til að Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, kepptu um sigurinn.

Lokastaðan:
1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR
2. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG
3. Nökkvi Gunnarsson, NK
4. Björgvin Sigurbergsson, GK
5. Axel Bóasson, GK
6. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR
7. Haraldur Franklín Magnús, GR
8. Ólafur Björn Loftsson, GKG
9. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
10. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR

FRUMHERJI og KEA HÓTEL eru styrktaraðilar mótsins árið 2019.

Sigurvegarar frá upphafi:

1997 Björgvin Þorsteinsson

1998 Ólöf María Jónsdóttir

1999 Vilhjálmur Ingibergsson

2000 Kristinn Árnason

2001 Björgvin Sigurbergsson

2002 Ólafur Már Sigurðsson

2003 Ragnhildur Sigurðardóttir

2004 Magnús Lárusson

2005 Magnús Lárusson

2006 Magnús Lárusson

2007 Sigurpáll Geir Sveinsson

2008 Heiðar Davíð Bragason

2009 Björgvin Sigurbergsson

2010 Birgir Leifur Hafþórsson

2011 Nökkvi Gunnarsson

2012 Þórður Rafn Gissurarson

2013 Birgir Leifur Hafþórsson

2014 Kristján Þór Einarsson

2015 Aron Snær Júlíusson

2016 Oddur Óli Jónasson

2017 Kristján Þór Einarsson

2018 Ragnhildur Sigurðardóttir

2019 Guðmundur Ágúst Kristjánsson

Myndasafn frá Einvíginu á Nesinu 2019 – Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is

Ljósmynd: Guðmundur KR. Jóhannessson

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ