Site icon Golfsamband Íslands

Guðmundur Ágúst fór upp um 48 sæti á heimslistanum

Guðmundur Ágúst

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd/seth@golf.is

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, fór upp um 48 sæti á heimslistanum eftir lokamótið á Áskorendamótaröðinni.

Hann endaði í 16. sæti á lokamótinu og í 46. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar – sem er næst besti árangur hjá íslenskum karlkylfingi á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Birgir Leifur Hafþórsson endaði í sæti nr. 35 á stigalista Áskorendamótaraðarinnar árið 2017.

Guðmundur Ágúst er í sæti nr. 510 á heimslistanum en hann var í sæti nr. 558 fyrir lokamótið. Hæst hefur Guðmundur Ágúst farið upp í sæti nr. 508 á heimslistanu á þessu ári. Í lok ársins 2019 var Guðmundur Ágúst í sæti nr. 552.

Birgir Leifur Hafþórsson hefur komist hæst allra íslenskra karlkylfinga á heimslista atvinnukylfinga. Birgir Leifur fór hæst í sæti nr. 415 árið 2017 eftir að hann sigraði á móti á Áskorendamótaröðinni í Frakklandi.

Staða íslenskra kylfinga á heimslistanum er hér:

Heimslistinn í heild sinni er hér:

Exit mobile version