Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, Haraldur Franklín Magnús, GR og Bjarki Pétursson, GKG eru allir á meðal keppenda á ISPS Handa World Invitational mótinu sem fram fer dagana 11.-14. ágúst 2022. Mótið er hluti af sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, DP Evrópumótaröðinni og verður keppt á Galgorm Castle & Massereene vellinum á Norður-Írlandi.
Guðmundur Ágúst náði frábærum árangri á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, í Finnlandi sem lauk um s.l. helgi. Þar endaði Guðmundur Ágúst í þriðja sæti á 20 höggum undir pari vallar samtals. Bjarki Pétursson endaði jafn í 35. sæti á 10 höggum undir pari vallar.


