Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, hefur tekið risastökk upp heimlistann í golfi á þessu ári.
Í ársbyrjun var Guðmundur Ágúst í sæti nr. 1.656 á heimslistanum en þann 17. júlí s.l. var hann sæti nr. 570.
Hann hefur því farið upp um 1.086 sæti á fyrstu 7 mánuðum ársins 2019.
Besti árangur hjá íslenskum atvinnukylfingi á heimslista karla er 459 sæti. Þeim árangri náði Birgir Leifur Hafþórsson árið 2017.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, var í sæti nr. 177 á heimslista kvenna í lok ársins 2017 og í sæti nr. 170 í febrúar 2018.
Heimslisti karlar – íslenskir kylfingar.
