Guðmundur Ágúst í öðru sæti á mótaröð á Spáni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd/seth@golf.is

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í öðru sæti á atvinnumótaröð sem fram fer á Spáni.

Mótið fór fram á Westin La Quinta en mótaröðin heitir Gecko mótaröðin sem er spænsk mótaröð.

Guðmundur Ágúst lék hringina tvo á -8 samtals (65-69) og var fjórum höggum frá efsta sætinu.

Tæplega 50 keppendur tóku þátt og þar á meðal Íslendingurinn Þórir Björgvinsson.

Lokastaðan: 

(Visited 151 times, 1 visits today)