Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, á Íslandsmótinu í golfi 2023. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, hóf keppni á fimmtudag á ISPS HANDA World Invitational mótinu sem fram fer á Galgorm og Castlerock völlunum á Norður-Írlandi.

Mótið er hluti af DP World Tour sem er sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki en Guðmundur Ágúst hefur leikið á 17 mótum á tímabilinu og komist í gegnum niðurskurðinn á fjórum þeirra.

Guðmundur Ágúst lék fyrstu tvo hringina á 70 (-1) og 74 (+). Hann lék fyrri hringinn á Castlerock vellinum og í dag lék hann á Galgorm vellinum.

Keppni er ekki lokið á öðrum keppnisdegi þegar þetta er skrifað – en niðurskurðarlínan er við +3 þessa stundina – sem ætti að duga fyrir Guðmund að komast áfram.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

DP World Tour er sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki. Guðmundur Ágúst tryggði sér keppnisrétt á DP World Tour s.l. haust á lokaúrtökumótinu.

Sýnt var frá mótinu á VIAPLAY.


Á þessu tímabili hefur Guðmundur Ágúst leikið á 16 mótum á DP World Tour. Hann komst í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum í röð sem er besti árangur sem íslenskur karlkylfingur hefur náð á mótaröð í efsta styrkleikaflokki í Evrópu. Mótið á Englandi var því fjórða mótið á þessu tímabili þar sem að Guðmundur Ágúst kemst í gegnum niðurskurðinn.

Hann hefur nú fengið alls 64 stig og er í sæti nr. 192 á stigalistanum. Hann fór upp um 18 sæti eftir mótið á Bretlandi.

Alls eru 298 keppendur á stigalistanum. Til þess að halda keppnisrétti sínum á DP World Tour þarf Guðmundur Ágúst að vera á meðal 120 efstu á stigalistanum í lok tímabilsins.

Besti árangur hjá íslenskum kylfingi á DP World Tour er 11. sætið. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, varð í 11. sæti á Telecom Italia Open sem fram fór í maí árið 2007.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ