Site icon Golfsamband Íslands

Guðmundur Ágúst keppir á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir Asíumótaröðina

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hóf leik þriðjudaginn 10. desember á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir Asíumótaröðina 2025. Alls taka 555 kylfingar þátt í fyrra stigi úrtökumótsins, þar sem keppt er á sjö stöðum víðsvegar um heiminn.

Guðmundur Ágúst lék fyrsta hringinn á 6 höggum yfir pari (76). Guðmundur leikur á Phoenix Gold Golf Bangkok vellinum í Bankok í Taílandi en 120 kylfingar leika í mótinu. Leiknir verða fjórir hringir en 18% efstu kylfingarnir komast áfram á næsta stigið.

Smelltu hér fyrir rástíma, skor og úrslit á úrtökumótinu fyrir Asíumótaröðina 2025

Á öðru stiginu verða leiknir fimm hringir og 35 efstu kylfingarnir fá þátttökurétt á Asíumótaröðinni. 

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um úrtökumótin fyrir Asíumótaröðina.

Exit mobile version