Site icon Golfsamband Íslands

Guðmundur Ágúst leikur með þekktum köppum á Evrópumótaröðinni – hefur leik í dag

Guðmundur Ágúst

Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd/seth@golf.is

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, fær tækifæri til að sýna sig og sanna á Evrópumótaröðinni dagana 23.-26. maí.

Mótið fer fram á Himmerland vellinum í Danmörku. Mótið hefur notið mikilla vinsælda hjá áhorfendum á undanförnum árum.

Made in Denmark er nafnið á mótinu. Þetta verður í annað sinn sem Guðmundur Ágúst keppir á Evrópumótaröðinni. Hann lék á Nordea Masters mótinu

Hann hefur leik í dag og er með þekktum köppum í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagna. Robert Rock frá Englandi og George Coetzee frá Suður-Afríku. Sá fyrrnefndi hefur tvívegis fagnað sigri á móti á Evrópumótaröðinni og sá síðarnefndi er með fjóra sigra í safninu.

Guðmundur Ágúst komst inn á þetta mót á sterkustu mótaröð Evrópu vegna góðrar stöðu sinnar á stigalista dönsku atvinnumótaraðarinnar.

Mótið er eins og áður segir á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Guðmundur Ágúst hefur leikið vel á Nordic Tour mótaröðinni golfsambönd á Norðurlöndunum standa að þessari mótaröð.

Þetta er ekki fyrsta mót á vegum Evrópumótaraðarinnar sem Guðmundur tekur þátt í en áður hefur hann leikið á Nordea Masters mótinu í Svíþjóð.

Guðmundur Ágúst er aðeins fimmti íslenski karlkylfingurinn sem hefur leikið á móti á Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur Hafþórsson hefur leikið á mörgum tugum móta, Heiðar Davíð Bragason á einu, líkt og Björgvin Sigurbergsson. Haraldur Franklín Magnús lék á Opna breska í fyrra sem er hluti af Evrópumótaröðinni.

Með þátttöku sinni í Danmörku nær Guðmundur Ágúst að komast í annað sætið yfir fjölda móta á Evrópumótaröðinni á eftir Birgi Leifi.

Exit mobile version