Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd/Hari
Auglýsing

Sex íslenskir kylfingar léku á PGA Catalunya mótinu á Spáni sem er hluti af Nordic atvinnumótaröðinni. Keppt var á tveimur keppnisvöllum.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR náði bestum árangri íslensku keppendana. Hann lék á 7 höggum undir pari vallar og endaði í 7. sæti. Guðmundur Ágúst var þremur höggum frá efsta sætinu en Jeppe Pape Huldahl sigraði á -10 og var þetta annað mótið í röð sem hann vinnur á þessari mótaröð.

Guðmundur Ágúst lék hringina þrjá á (71-64-72).

Bjarki Pétursson, GKB, lék á -2 samtals og endaði í 21. sæti. Hann lék hringina þrjá á (71-67-74).

Andri Þór Björnsson, GR, lék á +3 samtals og endaði hann í 44. sæti á (67-74-76).

Haraldur Franklín Magnús (GR), Rúnar Arnórsson (GK) og Ragnar Már Garðarsson (GKG) komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Haraldur Franklín lék á +3, Rúnar á +4 og Ragnar á +10.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ