Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Andri Þór Björnsson, úr GR, enduðu í 13. sæti á á Made in Denmark úrtökumótinu sem er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Haraldur Franklín Magnús, GR, komst einnig í gegnum niðurskurðinn og endaði hann í 48. sæti.
Það er að miklu að keppa á þessu móti, þrír efstu keppendurnir, komast inn á Made in Denmark mótið sem er hluti af Evrópumótaröðinni.
Það mót fer fram í lok ágúst og byrjun september. Einnig komast þrír efstu af stigalista Nordic Tour inn á það mót.
Andri Þór lék á (71-70-72) eða pari vallar, Guðmundur Ágúst lék á (72-67-74) eða pari vallar. Haraldur Franklín lék á (76-72-73) eða +8.