Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín halda áfram að klifra upp heimslistann

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús atvinnukylfingar úr GR, halda áfram að klifra upp heimslista atvinnukylfinga í golfi.

Heimslistinn er hér:

Guðmundur Ágúst er í sæti nr. 535 en hann var í sæti nr. 570 í síðustu viku. Á þessu ári hefur Guðmundur Ágúst farið upp um 1121 sæti.

Haraldur Franklín er í sæti nr. 596. Hann var í sæti nr. 641 í síðustu viku. Á þessu ári hefur Haraldur Franklín farið upp um 856 sæti.

Alls eru 11 íslenskir karlkylfingar á heimslista karla í atvinnumannaflokki.

(Visited 269 times, 1 visits today)