Site icon Golfsamband Íslands

Guðmundur Ágúst sigraði – er einu skrefi frá Áskorendamótaröðinni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd/Hari

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, gerði sér lítið fyrir og sigraði á PGA Championship / Ingelsta Kalkon, atvinnumótinu sem fór fram á Österlens vellinum.

Guðmundur Ágúst og Christian Bæch Christensen frá Danmörku voru jafnir á 9 höggum undir pari vallar eftir 54. holur. Þeir fóru í bráðabana um sigurinn. Þeir léku 18. brautina þrívegis og voru enn jafnir þegar fresta þurfti keppni vegna úrkomu og þrumuveðurs. Ekki gekk að ljúka bráðabananum og deila þeir Guðmundur og Christian efsta sætinu.

Guðmundur Ágúst hefur nú sigrað á tveimur mótum á Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Hann er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Þeir kylfingar sem sigra á þremur mótum á Nordic Tour á keppnistímabilinu öðlast sjálfkrafa keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Þar að auki fá fimm stigahæstu keppendurnir í lok tímabilsins keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni.

Guðmundur Ágúst hefur sigrað á einu móti á þessari mótaröð á tímabilinu en það var á Spáni í febrúar s.l.

Guðmundur lék hringina þrjá á 67-67-70 höggum.

Staðan er uppfærð hér:

Haraldur Franklín Magnús endaði í 8. sæti á -6 samtals. Haraldur lék vel á lokahringnum og blandaði sér í baráttuna um sigurinn.

Andri Þór Björnsson, GR, var einnig toppbárttunni en hann er á samtals -5 eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á 69 og 68 höggum. Andri Þór var í 7. sæti fyrir lokahringinn sem hann lék á 75 höggum. Andri endaði í 35. sæti.


Axel Bóasson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á +4 samtals, 73-73.

Haraldur Franklín Magnús
Andri Þór Björnsson GR og Theodór Emil Karlsson GM
Axel Bóasson
Exit mobile version