Auglýsing

„Þetta mót er stórt í mínum huga og eitthvað sem ég hef séð fyrir mér – að vera hér í lok tímabilsins. Ég fór beint inn á 2. stig úrtökumótsins og það gerði leiðina aðeins einfaldari.“

Guðmundur Ágúst er með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni sem hann náði á þessu tímabili með því að sigra á þremur mótum á Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Hann er því mættur á lokaúrtökumótið til þess að ná enn betri stöðu og komast þar með inn á fleiri mót og stóra markmiðið er að fara alla leið inn á Evrópumótaröðina. 

„Það er þægilegra að koma hingað og vera ekki í þeirri stöðu að þurfa að berjast fyrir „lífi“ sínu hvað framhaldið varðar. Ef þetta gengur ekki upp þá get ég alltaf fallið til baka á Áskorendamótaröðina. Ég er með það að markmiðið að spila bara gott golf eins og ég geri alltaf.“ 

Keppnissvæðið er að mati Íslandsmeistarans 2019 nokkuð vinalegt og hann býst við að skorið verð frekar lágt. 

„Vellirnir eru aðeins opnari og mýkri. Það verður mun betra skor hér en á 2. stiginu. Ég var ekki með dræver í pokanum á 2. stiginu og það var ekki í boði á þeim velli. Hér verð ég með dræverinn á flestum holum.“

Guðmundur Ágúst verður með atvinnukylfing sér til aðstoðar á lokaúrtökumótinu. Það er engin önnur en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili en hún er Íslandsmeistari í golfi 2019 líkt og Guðmundur Ágúst. Guðrún Brá hefur leikið á LET Access atvinnumótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki.  


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ