/

Deildu:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur lokið leik á Timberwise Finnish Open sem fram fer í Finnlandi.

Mótið er hluti af Nordic Tour mótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Guðmundur lék á pari vallar á 54 holum en hann bætti sig um eitt högg á hverjum hring, (73-72-71).

Keppni er ekki lokið þetta er skrifað en Guðmundur Ágúst er í 18. sæti eins og er.

Á þessu tímabili hefur Guðmundur Ágúst leikið á 18 mótum á þessari mótaröð. Hann er í 26. sæti á stigalistanum.

Fimm efstu sætin tryggja keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ