GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru með lægstu forgjöfina í karlaflokki á Símamótinu sem hefst á föstudaginn. Mótið er annað mót ársins 2016 á Eimskipsmótaröðinni og fer það fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.
Meðalforgjöf keppenda í karlaflokki er 2,3 en alls eru 84 keppendur skráðir til leiks í karlaflokki.
Til samanburðar var meðalforgjöfin á Egils-Gullmótinu sem fram fór fyrir hálfum mánuði á Strandarvelli á Hellu 2,7.
Forgjafarmörkin á Eimskipsmótaröðina 2016 er 5,5 en fjórir keppendur eru fyrir ofan þau viðmið þar sem þeir tryggðu sér keppnisrétt í forkeppni sem fór fram s.l. mánudagu
Alls eru 16 karlar með 0 eða lægri forgjöf en forgjafarlistinn lítur þannig út fyrir Símamótið 2016.