Guðmundur Daníelsson og Haukur Már Ólafsson.
Auglýsing

Guðmundur Daníelsson og Haukur Már Ólafsson voru á dögunum ráðnir í störf hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Guðmundur tekur við sem íþróttastjóri GKG og Haukur Már var ráðinn sem fagstjóri íþróttasviðs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá GKG.

Guðmundur er með BS gráðu í tölvunarfræði frá CBS skólanum í Kaupmannahöfn og lærði til meistaragráðu í Buisness Administration og Buisness Computing við sama skóla.

Guðmundur hlaut héraðsdómararéttindi frá Golfsambandi Íslands 2017 og lauk golfkennaranámi PGA á Íslandi árið 2021. Guðmundur starfaði sem tölvunarfræðingur frá 2009 fram til ársins 2021. Árið 2020 tók Guðmundur við starfi golfkennara og íþróttastjóra hjá Golfklúbbi Borgarness þar sem hann sinnti þjálfun og kennslu auk þess sem hann hafði umsjón með mótahaldi, rekstri klúbbsins og fleiri verkefnum. Guðmundur hefur frá árinu 2023 starfað hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sem golfkennari, barna- og unglingaþjálfari.

Haukur Már Ólafsson hefur verið ráðinn fagstjóri íþróttasviðs GKG. Um er að ræða nýja stöðu innan íþróttasviðs. Haukur er okkur GKG-ingum vel kunnur. Hann var á árum áður afrekskylfingur hjá okkur og var þjálfari hjá okkur á árunum 2013 til 2019. Haukur er með BSc gráðu í íþróttafræðum frá Háskóla Íslands og lauk nám í golkennaranámi PGA árið 2015. Á árunum 2021 til 2022 var Haukur stuttaspilsþjálfari hjá GR. Undanfarin fjögur ár hefur Haukur unnið sem íþróttakennari í Lindaskóla.

Um leið og við óskum Guðmundi til hamingju með nýtt starf hjá GKG bjóðum við hann Hauk okkar velkominn heim!

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ