/

Deildu:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Auglýsing

Íslenskir kylfingar hafa aldrei fyrr náð jafnt hátt á heimslistanum í golfi hjá atvinnukylfingum á þessu ári. Áhugakylfingar eru einnig á fleygiferð upp heimslistann.

Tveir heimslistar eru notaðir í golfíþróttinni hjá báðum kynjum. Heimslisti atvinnukylfinga í karla og kvennaflokki og heimslisti áhugakylfinga. Á þeim síðarnefnda er Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili að skrifa nýjan kafla í golfsögu Íslands með árangri sínum.

Heimslisti áhugakylfinga konur og karlar:

Heimslisti kvenna atvinnukylfingar:

Heimslisti karla atvinnukylfingar:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er sæti nr. 112 á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki og er það besti árangur sem íslenskur kven kylfingur hefur náð á þessum lista. Frá árinu 2014 hefur Guðrún Brá farið upp um rúmlega 200 sæti á þessum lista.

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er næst í röðinni á þessum lista af íslenskum kylfingum en hún er í sæti nr. 868.

Gísli Sveinbergsson úr GK var í sæti nr. 268 um miðjan nóvember. Bjarki Pétursson úr GB var í sæti nr. 295. Gísli hefur hæst farið í sæti nr. 99 á þessum lista og er hann eini íslenski kylfingurinn sem hefur náð inn á topp 100 listann frá því að byrjað var á núverandi útreikningi á áhugamannalistanum.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR náði sæti nr. 179 um tíma á þessu ári og er það besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á heimslista atvinnukylfinga. Á s.l. 12 mánuðum hefur Ólafía Þórunn farið sæti upp um rúmlega 420 sæti á heimslistanum.

Sömu sögu er að segja af Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni sem var um miðjan nóvember í sæti nr. 410 á heimslistanum. Það er besti árangur hennar frá upphafi og á einu ári hefur Valdís Þóra farið upp um tæplega 350 sæti.

Axel Bóasson úr Keili var um miðjan nóvember í sæti nr. 440 á heimslistanum. Axel hafði farið upp um 1426 sæti á einu ári. Bigir Leifur Hafþórsson úr GKG var í sæti nr. 448 þegar þessi grein var skrifuð um miðjan nóvember – og hafði sjöfaldi Íslandsmeistarinn farið upp um 544 sæti á árinu. Haraldur Franklín Magnús úr GR var í sæti 824 á heimslistanum á þessum sama tíma og hafði farið úr sæti nr. 1866 á einu ári.

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ