Golfsamband Íslands

Guðrún Brá í 73.-82. sæti eftir fyrsta hring á Opna breska áhugamannamótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék á 79 höggum eða +7 á fyrsta keppnisdeginum á Opna breska áhugamannamótinu sem fram fer á Dundonald Links í Skotlandi. Guðrún Brá lék fyrri 9 holurnar á einu höggi undir pari en á síðari 9 holunum lék  hún á 44 höggum. Hún er í 71.- 83. sæti af alls 138 kylfingum sem taka þátt. Leslie Cloots frá Belgíu er efst á -1 en athygli vekur að aðeins einn kylfingur af alls 138 náði að leika völlinn undir pari.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar eru 36 holur í höggleik fyrstu tvo keppnisdagana. Að því loknu komast 64 efstu í holukeppnina og er Guðrún Brá ekki langt frá því sæti.

Hægt er að fylgjast með gangi mála hér:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd/seth@golf.is
Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK Myndsethgolfis
Exit mobile version