Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2018, endaði í 17. sæti á +4 samtals á  lokamóti LET Access mótaraðarinnar í golfi. Mótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki.

Keppt var á hinum þekkta Real Club de Golf El Prat við Barcelona. Mótið hófst fimmtudaginn 8. nóvember og voru leiknir þrír keppnishringir.

Guðrún Brá lék eins og áður segir á +4 samtals en hún var í efsta sæti fyrir lokahringinn. Guðrún lék á 70-68 og 78 höggum.

Staðan er hér:

Alls lék Guðrún Brá á 12 mótum á LET Access mótaröðinni á þessu tímabili. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á sex þeirra og endaði hún í 69. sæti á peningalista mótaraðarinnar.

Guðrún Brá mun leika á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina í Marokkó 16.-20. desember. Hún komst í gegnum 1. stig úrtökumótsins sem lauk um s.l. helgi í Marokkó.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ