Guðrún Brá og Berglind.
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Íslandsmeistari í golfi 2018, og Berglind Björnsdóttir (GR) tóku þátt á Bossey atvinnumótinu í Frakklandi.

Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í kvennaflokki í Evrópu.

Guðrún Brá endaði í 23. sæti á +2 samtals en hún lék hringina þrjá á (70-70-75) eða 215 höggum.

Berglind komst ekki í gegnum niðurskurðinn en hún lék fyrstu tvo keppnishringina á 75 og 78 höggum eða 153 samtals (+11).

Skor keppenda er uppfært hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ