Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, endaði í 26.-28. sæti á LET Access mótaröðinni á Spáni. Mótið fór fram á Augas Santas Balneario & Golf Resort við Lugo á Spáni.
Íslandsmeistarinn 2018 lék hringina þrjá á +4 samtals (74-69-71) eða 214 höggum.
Mótaröðin, LET Access, er næst sterkasta mótaröð Evrópu hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki.
Guðrún Brá er í 38. sæti á stigalista LET Access mótaraðarinnar eftir 9 mót á þessu tímabili. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á fimm mótum af alls níu.